27.08.16
Velkomin á brúðkaupssíðuna okkar, þetta þýðir væntanlega að þú hefur fengið boðskort í brúðkaupið okkar sem við vonum að þú getir tekið þátt í með okkur og verði alveg svaka fjör !
Eins og kom fram í boðskortinu okkar þá ætlum við að ganga í það heilaga í Einarsstaðakirkju í Reykjadal laugardaginn 27. ágúst og að sjálfsögðu sláum við upp alvöru veislu og balli að Breiðumýri í framhaldinu, en okkur langar líka að gera þessa helgi að útileguhelgi fyrir okkar nánustu vini og ættingja, flott tjaldstæði er í kringum Breiðumýri og viljum við endilega að sem flestir komi og njóti helgarinnar með okkur, þannig þú getur strax byrjað að hlakka til skemmtilegustu helgi sumarsins :)
En til þess að við getum áætlað fjölda í þessa gleði þá þarft þú lesandi góður að smella á netfangið hér fyrir neðan og senda okkur póst til að láta okkur vita hvort þú komist ekki örugglega og einnig hverjir af þínum fylgifiskum komi með :)
Hlökkum til að heyra frá þér !
Jonni og Arna Benný